Fálkinn

6.500 kr.

Flokkur:

FÁLKINN

Ný bók um fálkann eftir Daníel Bergmann náttúruljósmyndara.

Kom út í október 2022.

6.500 kr. auk sendingarkostnaðar.

140 bls. í stærðinni 25 x 22 cm.

Fálkinn er stærsti og glæsilegasti fulltrúi fálkaættarinnar. Hann er harðgerður ránfugl sem lifir nyrst á hjara veraldar í löndunum umhverfis Norðurheimskautið. Fálkinn er sérhæfður ránfugl og háður rjúpunni sér til lífsviðurværis. Þetta sérstaka samband ránfugls og bráðar hefur orðið uppspretta kvæða og þjóðasagna. Á öldum áður voru fálkar fangaðir, fluttir úr landi og þjálfaðir til veiða. Íslenskir fálkar voru konungsgersemi og eftirsóttir af aðlinum í Evrópu til veiðileikja. Frá 1940 hefur fálkinn verið alfriðaður og sérstakt leyfi þarf til að nálgast hreiður hans á varptíma. Fálkinn var um tíma í skjaldarmerki þjóðarinnar og við hann er kennd fálkaorðan, æðsta heiðursmerki sem forseti Íslands veitir. Ókrýndur sem slíkur er fálkinn ótvíræður þjóðarfugl Íslendinga.

Daníel Bergmann hefur fylgst með fálkum og ljósmyndað þá í náttúru Íslands í rúma tvo áratugi. Aldrei áður hefur birst á prenti slíkt samansafn ljósmynda en í bókinni eru 115 myndir teknar á 23 ára tímabili. Myndirnar gefa innsýn í líf fálkans á öllum árstímum og þeim til stuðnings er margvíslegur fróðleikur og frásagnir af fálkum.

Þyngd 1 kg
Ummál 25 × 22 cm
Karfa