FÁLKINN

Ný bók um fálkann eftir Daníel Bergmann náttúruljósmyndara
Kom út í október 2022

UM HÖFUNDINN

Daníel Bergmann

Daníel Bergmann hóf að ljósmynda fálka sumarið 2000. Þau fyrstu kynni hans af fálkum voru upphafið af fjölmörgum heimsóknum á fálkaslóðir á Norðausturlandi. Smám saman varð til safn mynda sem gefa einstaka innsýn í líf fálkans á öllum árstímum. Bókin um fálkann er byggð á ljósmyndum sem teknar eru á 23 ára tímabili og er sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út á Íslandi.

Ásamt því að ljósmynda landslag, fugla- og dýralíf á Íslandi og annars staðar á norðurslóðum hefur Daníel starfað sem leiðsögumaður ferðamanna í ljósmynda- og fuglaskoðunarferðum. Hann hefur einnig um árabil setið í stjórn Fuglaverndar og sinnt þar fræðslu- og útgáfumálum, m.a. sem ritstjóri tímaritsins Fuglar.

Karfa